Menningarlegur döff viðburður 27.– 29. September 2019

Arkady Belozovsky kemur til Íslands

Fyrirlestur og vinnusmiðjur

Valdefling döff sjálfsins – Döff húmor/skemmtun og Ósagðar döff sögur

Arkady Belozovsky er velþekktur og virtur í döff heiminum víða um heim og hefur meðal annars unnið við ferðaþjónustu, numið og kennt táknmál og táknmálsfræði, hefur numið og rannsakað döff sögur í og á ólikilegustu aðstæðm og stöðum.  Hann hefur skrifað greinar, gefið út sagnarit, framleitt myndbönd fyrir táknmálstúlkun, leiðbeint, þjálfað, skemmt, sögumaður, ferðast, tekið viðtöl, verið þulur, videobloggað og haldið fyrirlestra um allan heim – kennt döff menningu og er viðurkenndur döff táknmálstúlkur (CDI) svo eitthvað sé sagt um þennan merkilega mann sem er komin hingað til að uppfræða okkur íslendinga og aðra erlenda gesti.   Reynsla hans er það víðáttumikil að hana verður að segja frá og kynna öðrum.

Arkady ólst upp í Sovétríkjunum þar sem nú er Úkranía. Hann kemur úr döff fjölskyldu langt aftur í ættir og er þriðja kynslóð döff á hans kynslóð.   Þegar hann var unglingur fluttist fjölskylda hans sem flóttamenn til Bandaríkjanna.  Hann fór í Rochester Institute of Technology og útskrifaðist þaðan með gráðu í þremur sviðum.    Hann hefur bætt við sig fjölmörgum menntunargráðum á 16 ára menntunarsögu sinni og hefur líka unnið á mörgum sviðum og er nú í dag sjálfstætt starfandi döff túlkur (hefur verið það í 26 ár)  og kennir táknmál í Brown háskóla í Boston.  Það er of langt að telja allt sem hann hefur numið, unnið og gert… það væri miklu styttra að segja frá því sem hann hefur ekki gert.

Arkady er lukkulegur fjölskyldumaður og á þrjú döff börn og eitt heyrandi. Giftur og búsettur í Boston.

Hann er núna á leiðinni til Íslands í lok september og ætlar að miðla til þátttakenda margt og mikið um döff heim, döffið okkur sjálf – allt sem hann hefur vandlega íhugað, skoðað og unnið úr á löngum reynslu, menntunar-og starfsferli sínum.

Arkady sjálfur mun flytja fyrirlestur sinn og vinnusmiðjur á sínu alþjóðlegu táknmáli.

Það að fara á fyrirlestur hjá Arkady Belozovsky er eitthvað sem enginn í döff má missa af.  Tækifæri og kunnátta sem fæst ekki neinsstaðar annarstaðar. Allir döff eru hjartanlega velkomnir

Dagskrá fyrir fyrirlestur og vinnusmiðju:

Föstudagur 27. September kl. 9-18

Laugardagur 28. September kl. 9 –13

Sunnudagur 29. September  kl. 9-16

Staður:  Salur Félags heyrnarlausra, Þverholti 14, 105 Reykjavík

Verð kr: 47.000,-  Innifalið í verðinu er: 20 tíma fyrirlestur og vinnusmiðja með Arkady.   3x léttur hádegisverður, hressing yfir daginn (kaffi, te og kleina og ávextir)

Loading...

Click here to add your own text